top of page

Um Leik og Sprell

Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem ferðast víðs vegar um landið. Skólinn var stofnaður árið 2019 af Báru Lind Þórarinsdóttur. Bára var orðin þreytt á skorti námskeiða fyrir unga listamenn og ákvað að gera eitthvað í því. Hún kemur sjálf frá litlu sveitarfélagi og man eftir því í æsku hvað það vantaði stærri flóru námskeiða, sérstaklega yfir sumartímannn. Frá stofnun námskeiðsins hafa fjölmargir sprellarar bæst í hópinn og erum við sífellt að bæta við okkur staðsetningum svo allir fái jafnan aðgang að því að efla og þroskast sem listamenn óháð búsetu.

 

Á námskeiðum Leik og Sprell fá börn tækifæri til að skapa og leika í öruggu umhverfi. Við lærum túlkun í gegnum söng og leik, förum yfir grunn í söngtækni og búum til glænýja sýningu sem við sýnum vinum og fjölskyldu í lok námskeiðsins. Allir fá að setja sinn svip á sýninguna með vali laga og hugmyndavinnu.

Kennarar

Allir okkar kennarar eru sannir sprellarar og vinnandi listamenn í ýmsum geirum samfélagsins. Kennararnir okkar eru heldur ekki bara venjulegir leiklistarkennarar heldur sjá þeir einnig um skrif á handritum og söng leiðsögn, ásamt því að vera stórhættulega skemmtilegir. 

IMG_7339.jpg
IMG_7339.jpg
IMG_7339.jpg

Leik og Sprell
söng-og leiklistarnámskeið

© Leik og Sprell 2025

bottom of page