
Frequently asked questions
Börnin ákveða sjálf hvaða lag þau syngja á námskeiðinu en við hvetjum alltaf krakkana að velja lög með íslenskum texta. Athugið að lagið sem valið er mun verða í sýningunni okkar og hafa áhrif á söguþráð leikritsins. Til að nýta tímann sem best á námskeiðinu biðjum við einnig um að vera tilbúin með lag eða hugmyndir af lögum í fyrsta tíma.
Algeng lög eru lög úr Söngvakeppninni, Disney lög, lög úr leikritum eða klassísk barnalög, vinsæl lög sem hafa verið spiluð í útvarpinu nýlega eða eitthvað gamalt og gott.
Skráningar fara fram í gegnum Abler hér.
Námskeiðið er 5 daga námskeið og lokadagurinn endar á sýningunni okkar.
Við biðjum því fólk að gera ráð fyrir að mæta alla daga námskeiðsins en ef eitthvað kemur upp á eða einstakir dagar sem þið hafið ekki tök á að mæta er hægt að senda okkur línu og við gerum okkar besta í að láta það ganga upp án þess að það bitni á námskeiðinu eða sýningunni.
Já! Það skiptir engu máli hvar þú ert með lögheimili, þú mátt skrá þig á öll námskeið Leik og Sprell. Það hafa meira að segja margir ekki fengið nóg eftir eina viku og koma aftur seinna um sumarið á nýjum stað. Eina sem við bendum á er að þú gætir þurft að senda inn upplýsingar til þíns eigins sveitarfélags ef þú vilt nýta frístundastyrk.
Við erum alltaf að bæta við okkur staðsetningum. Endilega sendu okkur línu á leikogsprell@gmail.com fyrir ábendingar eða fyrirspurnir.




