top of page
  • Fyrir hvaða aldur er námskeiðið?
    Námskeiðið er miðað við börn á aldrinum 6-13 ára. Börnunum er síðan aldursskipt innan hópsins þegar við setjum sýninguna okkar saman.
  • Þarf að koma með nesti?
    Gert er ráð fyrir 15 mínútna nestispásu svo það er gott að taka með lítinn bita í hressingu.
  • Hvernig lög syngja börnin?
    Börnin ákveða sjálf hvaða lag þau syngja á námskeiðinu en við hvetjum alltaf krakkana að velja lög með íslenskum texta. Athugið að lagið sem valið er mun verða í sýningunni okkar og hafa áhrif á söguþráð leikritsins. Til að nýta tímann sem best á námskeiðinu biðjum við einnig um að vera tilbúin með lag eða hugmyndir af lögum í fyrsta tíma. Algeng lög eru lög úr Söngvakeppninni, Disney lög, lög úr leikritum eða klassísk barnalög, vinsæl lög sem hafa verið spiluð í útvarpinu nýlega eða eitthvað gamalt og gott.
  • Hvernig skrái ég barnið mitt á námskeið?
    Skráningar fara fram í gegnum Abler hér.
  • Barnið mitt kemst ekki alla daga námskeiðsins
    Námskeiðið er 5 daga námskeið og lokadagurinn endar á sýningunni okkar. Við biðjum því fólk að gera ráð fyrir að mæta alla daga námskeiðsins en ef eitthvað kemur upp á eða einstakir dagar sem þið hafið ekki tök á að mæta er hægt að senda okkur línu og við gerum okkar besta í að láta það ganga upp án þess að það bitni á námskeiðinu eða sýningunni.
  • Get ég nýtt frístundastyrk?
    Þar sem við bjóðum upp á námskeið vítt og breitt um landið eru samningar okkar við sveitarfélögin mismunandi. Hinsvegar bjóða langflest sveitarfélög einhversskonar niðurgreiðslu í formi frístundastyrks. Sú niðurgreiðsla kemur beint fram í gegnum greiðsluferli Ablers.
  • Er krafist einhverskonar reynslu?
    Leik og Sprell er sett upp með því móti að allir geti tekið þátt, óháð reynslu. Áherslan okkar hefur ávallt verið að hafa gaman og skapa saman og því hvetjum við alla að taka þátt sem hafa áhuga á að syngja og leika sama hvort þú ert byrjandi eða lengra kominn!
  • Barnið mitt er feimið
    Það er ósköp eðlilegt að vera feimið í nýjum aðstæðum. Við neyðum aldrei neinn til að gera eitthvað sem hann vill ekki gera en við hinsvegar hvetjum börnin áfram í öruggu og stuðningsríku umhverfi til að fara út fyrir þægindarammann.
  • Má ég skrá mig á námskeið óháð búsetu?
    Já! Það skiptir engu máli hvar þú ert með lögheimili, þú mátt skrá þig á öll námskeið Leik og Sprell. Það hafa meira að segja margir ekki fengið nóg eftir eina viku og koma aftur seinna um sumarið á nýjum stað. Eina sem við bendum á er að þú gætir þurft að senda inn upplýsingar til þíns eigins sveitarfélags ef þú vilt nýta frístundastyrk.
  • Getið þið komið á staði sem er ekki á listanum?
    Við erum alltaf að bæta við okkur staðsetningum. Endilega sendu okkur línu á leikogsprell@gmail.com fyrir ábendingar eða fyrirspurnir.
470187073_17934662513956442_7747444194965135459_n.jpg

Ertu með fyrirspurn eða vilt heyra í okkur?

8454795

Takk fyrir að hafa samband!

IMG_2557.jpeg

Leik og Sprell
söng-og leiklistarnámskeið

© Leik og Sprell 2025

bottom of page